Dagur er liðinn dögg skín á völlinn dottar nú þröstur á laufgrænum kvist. Sefur hver vindblær, sól Guðs við fjöllin senn hefur allt að skilnaði kysst. Dvel hjá oss Guðs sól hverf ei með hraða himneskt er kvöld í þinni dýrð. Ljósgeislum tendrast lífsvonin glaða lýs vorri sál er burt þú flýrð.